fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Arnar svaraði fyrir alla gagnrýnina: „Kíktu sjálfur? Þú ert ekki búinn að vinna þína vinnu“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 12. júní 2022 13:30

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla er ánægður með stöðu íslenska landsliðsins og á hvaða vegferð liðið er á. Liðið mætir Ísrael í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli.

Mikil gagnrýni hefur verið á liðinu eftir leik gegn San Marínó á fimmtudag.

„Við erum alveg heiðarlegir og hreinskilnir að seinni hálfleikurinn var ekki góður. Þegar maður fer að horfa á leikinn aftur, margt ágætt í fyrri hálfleik. Hefðum átta að vera tveimur eða þremur mörkum yfir. Leikurinn var eins og við bjuggumst við, yfir 600 sendingar og 70 prósent posession. Eins og ég hef reynt að útskýra, þessi gluggi snerist ekki um þennan leik,“ sagði Arnar.

„Það er mannlegt eðli, við erum fljót að gleyma. Ef að æfingaleikir þegar kollegi minn og mikil eðalmaður, Lars Lagerback sagði að úrslit í æfingaleikjum skipti engu máli. Þegar við skoðum alla æfingaleiki, þá vinnum við þá ekki alla. Það þarf að taka allt umhverfið inn í leikina. Það er auðvelt að gagnrýna einn hluti

„Þeir sem myndu koma inn í hótelið sjá að það er jákvæð orka í gangi. Þetta tekur sinn tíma, þá er mikilvægt fyrir unga leikmenn að fá vinnufrið. Síðan er að sjálfsögðu ég sem þjálfari, þú veist að það kemur gagnrýni. Sumir eru gagnrýnir, sumir sjá að það er margt jákvætt. Þá þarf maður að vinna úr því, það er hluti af mínu starfi.“

Rúrik Gíslason og Kári Árnason sérfræðingar Viaplay hafa talað um að liðið sé soft og að umhverfið í kringum liðið sé soft.

„Ef gagnrýni, er einhver ákveðinn gagnrýni, leiksipulag, skiptingar í leik, mitt game managment. Það er fótboltaleg gagnrýni. Þú ert að koma í raun með sömu spurningu og Gaupi fyrir viku, ég get ekki byrjað að ræða allt það sem er talað um í þjóðfélaginu. Við erum á ákveðinni vegferð, allir þeir sem vilja sjá það að það er góð þróun í liðinu og leikmönnum.“

„Hvernig ætlar þú að mæla að það sé soft? Ef ég á að mæla það sem er soft, þá kíkir maður á tölfræði. Hver vinnur fleiri einvígi í leik,“ sagði Arnar í svari við spurningu Stefáns Árna Pálssonar frá Stöð2 Sport.

Arnar spurði Stefán hvort hann væri með tölfræðina. „Okey. Kíktu sjálfur? Þú ert ekki búinn að vinna þína vinnu. Það er mismunandi eftir leikjum, við unnum fleiri einvígi gegn San Marínó.“

Kári Árnason fyrrum leikmaður liðsins hefur gagnrýnt liðið af nokkurri hörku og þar á meðal upphitun liðsins fyrir æfingar. „Núna ertu að vitna í eitthvað frá Kára. Það sem Kári er að segja, ég skil hluta af því. Kári skilur alveg leikinn, það sem mér finnst óheppilegt hvernig Kári kom þessu frá sér. Það er mín skoðun, Kári verður að vinna sína vinnu sem sérfræðingur eins og hann vill. Að vitna í eitthvað myndband sem var að æfingu,“ sagði Arnar.

„Þeta er myndband sem er i upphitun, þetta er i flestum liðum. Reynt að búa til keppni, sigurvilja og góða stemmingu. Ég þarf ekki að leita lengi til að finna mynd af Kára hlægjandi á æfingu. Kári skildi þetta ekkert 21 árs, ég spilaði með Kára í landsliðinu. Ég man eftir fullt af lélegum leikjum, hjá Kára og mér.“

Ánægður með gluggann:

Arnar kveðst afar sáttur með spilamennsku og framþróun liðsins í þessum glugga þar sem liðið hefur gert jafntefli við Ísrael og Albaníu.

„Nei, ég er búinn að vera mjög ánægður með gluggann. Þetta er búið að vera langt, ég er búinn að vera mjög sáttur hvernig við sem lið höfum verið, staffið verið frábært. Það súrealíska er að við gerðum jafntefli út á móti Ísrael, jafntefli heima á móti Albaníu og unnum þriðja leikinn. Þá finnst mér mjög skrýtið að umræðan sé eins og við höfum tapað þremur leikjum í röð. ég finn fyrir orku hjá mér, staffi og leikmönnum. Við erum að fara fyrir okkur í undanúrslitaleik á morgun,“ sagði Arnar.

Arnar vonast til að með sigri á morgun verði umræðan jákvæðari. „ „Það er markmiðið, það ætti að geta snúið við umræðunni. Jafntefli úti á móti Ísrael, þeir sem eru búnir að ákveða að þeir ætli að verða neikvæðir finna eflaust eitthvað á morgun.“

Arnar sagðist vonast eftir því að framþróun liðsins haldi áfram. „Á síðasta ári hurfu 850 landsleikir úr liðinu, ef við deilum því á ellefu leikmenn eru það um 70 leikir. Þú þarft tíu ár í landsliði til að spila 70 leiki. Rúrik Gíslason var hluti af þessu liði sem þá var í þróun í 3-4 ár. Það má alveg tala um þróun í nokkra mánuði í viðbót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði