fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Skagamenn skoruðu fimm gegn Sindra – Selfoss áfram eftir vítakeppni

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 24. maí 2022 21:44

Aron Bjarki leikmaður ÍA ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikir voru spilaðir í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar stóð upp úr viðureign Sindra og ÍA sem lauk með 5-3 sigri Skagamanna.

Leikurinn fór fram í Höfn í Hornafirði. Sindri komst tvisvar í forystu með mörkum frá Abdul Bangura og Ibrahim Sorie Barrie en staðan varð aftur jöfn, 2-2, á 67. mínútu þegar Gunnar Orri Aðalsteinsson, leikmaður Sindra, setti boltann í eigið net.

Kaj Leo Í Bartalstovu kom Skagamönnum yfir fimm mínútum síðar og Guðmundur Tyrfingsson bætti við fjórða marki gestanna á 79. mínútu. Ivan Eres tókst að klára í bakkann fyrir Sindra tveimur mínútum síðar áður en Gísli Laxdal Unnnarsson tryggði ÍA 5-3 sigur á lokamínútum leiksins.

Viðureign Selfoss og Magna fór alla leið í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Selfoss vann að lokum vítaspyrnukeppnina 5-3.

Ægir varð fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í kvöld með 3-1 útsigri á Höttur/Huginn. Afturelding vann 3-2 útsigur á Vestri í framlengingu ÍR vann sömuleiðis útsigur á Grindavík.

HK vann 3-1 sigur á Gróttu í Kópavogi á meðan Kórdrengir unnu 2-0 sigur á Hvíta riddaranum. Dalvík/Reynir vann þá 2-0 sigur á Þór í lokaleiknum í kvöld.

Úrslitin í leikjum kvöldsins í Mjólkurbikarnum má sjá hér að neðan.
Höttur/Huginn 1 – 3 Ægir
Selfoss 1 – 1 Magni (Selfoss vann 5-3 í vítaspyrnukeppni)
Sindri 3 – 5 ÍA
Vestri 2 – 3 Afturelding
Grindavík 1 – 2 ÍR
HK 3 – 1 Grótta
Hvíti Riddarinn 0 – 2 Kórdrengir
Dalvík/Reynir 2 – 0 Þór
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi