fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Besta deildin: Dramatískur sigur KA á Keflavík

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 2. maí 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA tók á móti Keflavík í þriðju umferð Bestu deildarinnar á Dalvíkurvelli í kvöld. Leiknum lauk með dramatískum 3-2 sigri KA.

KA hafði byrjað tímabilið af krafti og var liðið með fullt hús stiga fyrir leikinn eftir sigra á Leikni og ÍBV. Sömu sögu er ekki að segja af Keflavík en liðið hafði leikið þrjá leiki og tapað þeim öllum, gegn Breiðablik, Val og Víkingum og því með núll stig.

Nokkuð jafnræði var í leiknum framan af og lítið um opin færi. Leikurinn opnaðist aðeins undir lok fyrri hálfleiks og
Þorri Mar Þórisson kom KA yfir á 42. mínútu eftir skyndisókn. Gestirnir voru þó ekki lengi undir en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og sóttu stíft að marki Keflvíkinga. Inn fór boltinn ekki og róaðist leikurinn aðeins þegar leið á.

Patrik Johannesen kom Keflavík yfir á 69. mínútu leiksins eftir sendingu inn fyrir vörn KA frá Edon Osmani. Undir lokin var mikil dramatík en heimamenn fengu vítaspyrnu á 87. mínútu er brotið var klaufalega á Daníel Hafsteinssyni innan teigs. Nökkvi Þeyr Þórisson tók spyrnuna og skoraði með því að skjóta undir Sindra í markinu. Nökkvi var aftur á ferðinni þremur mínútum síðar og reyndist hetja leiksins. Hann kom KA yfir á 90. mínútu með góðu skoti í hornið. 3-2 sigur KA staðreynd hér í kvöld. KA áfram með fullt hús stiga en Keflavík enn án stiga.

KA 3 – 2 Keflavík
1-0 Þorri Mar Þórisson (´42)
1-1 Ingimundur Aron Guðnason (´45)
1-2 Patrik Johannesen (´69)
2-2 Nökkvi Þeyr Þórisson (´87)
3-2 Nökkvi Þeyr Þórisson (90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift