fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Stórsókn hjá konunum en Margrét segir – „Ég næ ekki utan um þetta“

433
Laugardaginn 2. apríl 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um Meistaradeild kvenna og EM kvenna í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga klukkan 21. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur um fótbolta, sat í settinu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs en Bayern Munchen, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Ránar Rúnarsdóttir féll út eftir framlengingu gegn PSG.

Sveindís Jane gerði vel með Wolfsborg gegn Arsenal og þá var sett heimsmet á Nou Camp þar sem um 100 þúsund manns komu saman til að sjá viðureign Barcelona og Real Madrid.

„Meistaradeildin hefur breyst mikið síðustu ár blessunarlega. Þetta er orðin frábær vettvangur fyrir leikmenn að spila. Athyglin sem þetta fær, umræðan og peningarnir sem eru komnir í þetta,“ segir Margrét Lara en hún skilur ekki hvers vegna leikir Íslands fara fram á EM á litlum völlum.

video
play-sharp-fill

„Ég er svekktur fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins að fara á EM til lands sem er talið mekka fótboltans og þeim er hent á einhverja æfingarvelli. Ég næ ekki utan um þetta. Af hverju ekki að henda þessu á Old Trafford, eða Emirates eða allra hinna vallana.“

Hún segir að lítil prósenta fari á völlinn og sé að ofhugsa hlutina. Fólk mætir til að upplifa einhverja stemmningu. „Það er ekkert allir að pæla í því hvort Glódís Perla hafi gefið fimm heppnaðar sendingar eða ekki. Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst að fara og hafa gaman. Það er engin stemmning að fara á æfingarvöll Manchester City en ef við vissum að við værum að fara spila á þessum stóru, fornfrægu völlum, þá myndi það hjálpa áhuganum.

Og við sjáum það í Meistaradeild kvenna. Það er verið að færa þessi leiki yfir á stærri velli og það er verið að fylla þá. Fólk kemur enda er eitthvað spennandi í gangi.“

Hún segir að það sé frábært að sjá íslensku leikmennina vera að blómstra á þessu stærsta sviði fótboltans. „Guð minn góður hvað ég væri til í að vera tvítug í dag,“ segir hún og skellir upp úr.

Hörður Snævar benti á að kvennaboltinn í Englandi væri í þvílíkri sókn. Bikarúrslitaleikurinn hafi verið spilaður á Wembley og Manchester United spilaði á Old Trafford gegn Everton sem var stór leikur líka. „Það er allt á uppleið og þess vegna er skrýtið að henda þessum leikjum bara eitthvert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Í gær

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
Hide picture