fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
433Sport

Ísak Bergmann um mótlætið og pabba sinn: „Ég þarf að vera þolinmóður“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er öðruvísi en mjög gaman, fyrst og fremst sem leikmaður liðsins er ég ánægður með að fá hann. Ég veit hvernig þjálfari hann, sem sonur hans er mjög gaman að hitta hann aðeins meira,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson 18 ára leikmaður landsliðsins um nýjan aðstoðarþjálfara liðsins.

Jóhannes Karl Guðjónsson er nýr aðstoðarþjálfari liðsins en hann kom til starfa í upphafi árs. Er þetta fyrsta verkefni þeirra saman.

„Við tölum mjög mikið saman um fótbolta utan vallar, ég heyri reglulega í honum eftir leiki. Við höldum því áfram, svo er gott að hafa pabba sinn til að bakka sig upp hvar sem hann er. Sem leikmaður liðsins er mjög ánægður, ég veit hversu góður þjálfari hann er. Hann er með svipaða sýn á fótbolta og Arnar.“

Ísak hefur ekkert fengið að finna fyrir stríðni samherja sinna yfir því að pabbi gamli sé nú alltaf á svæðinu. „Mjög lítið, mjög eðlilegt allt saman. Þetta hefur verið í fortíðinni hjá landsliðinu, það er ekkert nýtt. Ég finn ekki fyrir því núna,“ segir Ísak.

Ísak hefur í upphafi árs upplifað talsvert mótlæti hjá danska stórliðinu FCK og verið utan hóps reglulega.

„Ég var fyrstu þrjá leikina ekki einu sinni í hóp, það er eðlilegt að 18 ára strákur sé ekki alltaf að ná sínum markmiðum. Mér finnst ég hafa unnið mig vel inn í hlutina, mér finnst ég hafa unnið mig vel út úr mótlætinu. Mótlætið heldur áfram. Maður þarf að tækla þetta almennilega.“

„Það væri óeðilegt ef það væri ekkert mótlæti. Það kom núna og verður meira í framtíðinni, ég þarf að vera þolinmóður og tækla þetta á réttan hátt. Vinna sem best á hverri einustu æfingu, ekki pirra sig á þjálfaranum,“ sagði Ísak.

Landsliðið er nú á Spáni en liðið mætir Finnum og heimamönnum í tveimur æfingaleikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er Ten Hag að taka með sér leikmann frá Ajax?

Er Ten Hag að taka með sér leikmann frá Ajax?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri árás í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri árás í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“