Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Chess After Dark. Þar var farið yfir víðan völl.
Talið barst að kaupum atvinnumanna í knattspyrnu á merkjavöruflíkum, en margir eiga ansi margar.
Ísak, sem er miðjumaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku, spáir þó lítið í slíku.
„Ég er ekki þarna í lífinu og hef aldrei verið,“ sagði Ísak og skýrði frá því að hann spái í öðrum atriðum en fatamálum í lífinu.
Annar þáttastjórnenda, Leifur Þorsteinsson, sagði Ísak ansi þroskaðan miðað við aldur.
„Þetta er þroskaðasti 19 ára strákur sem ég hef hitt á ævinni,“ sagði hann léttur.
Ísak tók til máls á ný.
„Flestir fótboltamenn eru á Louis Vuitton eða Gucci vagninum. Ég vil bara ekki eyða peningunum mínum í svona rugl. Ég vil frekar fjárfesta þeim eða þess háttar.“