Cody Fisher, sem lék í ensku neðri deildunum í knattspyrnu, var myrtur á dögunum. Hann var stunginn til bana á næturklúbbi í Birmingham. Kærasta hans hefur tjáð sig.
Cody var aðeins 23 ára gamall en árásin skelfilega átti sér stað á annan í jólum. Þrír hafa verið handteknir, grunaðir um verknaðinn.
„Elsku ástin mín. Mér þykir svo leitt að þetta hafi komið fyrir þig,“ skrifar kærasta hans Jess Chatwin.
„Þú varst allur heimurinn minn. Ást lífs míns. Besti vinur minn hefur verið tekinn frá mér.“
Jess er ekki viss hvernig hún á að lifa án Cody.
„Það er svo margt sem við fáum nú aldrei tækifæri til að gera saman.“
Hún heldur áfram. „Þetta er svo óraunverulegt. Ég elska þig að eilífu Cody Fisher.“