Knattspyrnudeild Breiðabliks birti frá sér fallegan pistil í dag þar sem minnst var Guðmundar Eggerts Óskarssonar.
Guðmundur var lengi starfsmaður Breiðabliks og lést þann 8. febrúar síðastliðinn en hann var fæddur árið 1935.
Guðmundur tók þátt í starfsemi Breiðabliks á ýmsan hátt og ánafnaði í erfðaskrá um 200 milljónum króna til félagsins.
Gumundur starfaði lengi fyrir íþróttafélagið í Kópavogi og var gerður að heiðursfélaga árið 1990.
Þessa fallegu færslu má sjá hér fyrir neðan.