fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

United getur bara fengið leikmenn á láni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 13:03

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United getur bara fengið inn leikmenn á láni í janúar þar sem mennirnir við stjórnvölinn eru ekki til í að eyða pening í leikmannakaup.

Þetta kemur fram á The Athletic.

Margir héldu að United myndi kaupa Cody Gakpo í janúar en hann er að fara til Liverpool. Félagið mun alls greiða PSV um 45 milljónir punda fyrir þjónustu hins 23 ára gamla Gakpo. Það var tilbúið að greiða meira en United í fyrstu greiðslu, en Liverpool greiðir PSV 37 milljónir punda strax og á svo restin eftir að bætast ofan á.

Þegar æðstu menn hjá United heyrðu af þessum áformum Liverpool sættu þeir sig við að stríðið væri tapað og að Gakpo færi á Anfield, þrátt fyrir að sóknarmaðurinn, sem getur leyst allar stöður fremst á vellinum, hafi verið helsta skotmark Erik ten Hag, stjóra United, fyrir janúargluggann.

Það eru því fjárhagslegar ástæður fyrir því að Gakpo fer ekki á Old Trafford.

Það virðast ekki vera til miklir fjármunir hjá United eins og er til að eyða og ætlar félagið að bíða fram á sumar með leikmannakaup, nema hægt verði að fá leikmenn ódýrt.

Það verður hins vegar hægt að fá inn menn á láni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Í gær

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Í gær

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær