fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Depay að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. desember 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle er tilbúið að bjóða tuttugu milljónir evra í Memphis Depay, sóknarmann Barcelona og hollenska landsliðsins.

Það er spænski miðillinn Mundo Deportivo sem greinir frá þessu.

Depay er 28 ára gamall og er samningsbundinn Barcelona út þessa leiktíð. Hann er hins vegar tilbúinn að yfirgefa félagið í janúar.

Barcelona er að öllum líkindum til í að leyfa honum að fara. Depay er í aukahlutverki á Nývangi.

Galatasaray hefur sýnt Depay mikinn áhuga. Hann er hins vegar ekki til í að taka skrefið til Tyrklands á þessum tímapunkti ferilsins.

Endurkoma í ensku úrvalsdeildina gæti því heillað. Leikmaðurinn var áður á mála hjá Manchester United. Newcastle gæti boðið upp á það.

Depay er nýkominn af Heimsmeistaramótinu í Katar með hollenska landsliðinu. Þar fór liðið í 8-liða úrslit.

Kappinn hefur verið á mála hjá Barcelona síðan sumarið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar