fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Grealish fór á kostum í New York – Viðrar skoðun sem ekki margir vissu af

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. desember 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish og kærasta hans Sasha Attwood hafa notið lífsins í fríi í New York undanfarna daga.

Grealish hvílir lúin bein eftir að hafa tekið þátt í Heimsmeistaramótinu í Katar með enska landsliðinu, en liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum af hendi Frakka.

Kappinn er leikmaður Manchester City á Englandi. Enska úrvalsdeildin fer af stað á nýjan leik annan í jólum.

Gralish og Attwood skelltu sér því til New York. Þar skoða þau meðal annars staði sem komu við sögu í jólamyndinni Home Alone 2.

Í myndinni er strákruinn Kevin McCallister týndur í stórborginni. Grealish er mikill aðdáandi.

„Þið sem þekkið mig vita hversu mikið ég elska jólin og Home Alone,“ skrifar leikmaðurinn á Instagram.

„Ég er svo ánægður yfir því að geta komið til New York yfir jólatímann og farið allt þangað sem Kevin fór.“

Grealish fór á Plaza-hótelið, þar sem Kevin dvaldi í myndinni. Þá skellti hann sér í Central Park og að skautasvellinu þar sem ræningjarnir Harry og Marv áttuðu sig á því að Kevin væri staddur í New York. Grealish og frú fóru einnig að jólatrénu í Rockefeller Center.

Hér að neðan má sjá myndir sem Grealish hefur birt frá ferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“