Kona að nafni Ivana Knoll hefur vakið verulega athygli á HM í Katar en hún er stuðningsmaður króatíska landsliðsins.
Mikið hefur verið fjallað um Knoll sem er oft kölluð sú kynþokkafyllsta í Katar en hún eltir lið Króatíu í keppninni.
Knoll var að venju á vellinum í gær er Króatía lagði Brasilíu í 8-liða úrslitum og tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum.
Myndband sem Knoll birti eftir leik hefur nú vakið verulega athygli en þar gerði hún grín að leikmönnum Brasilíu.
Brasilíumennirnir hafa verið duglegir við að dansa á mótinu eftir að hafa skorað mark og bauð Knoll upp á sama dans eftir sigurinn.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Sim amigos, a miss Croácia ( Ivana Knoll) meteu a dança do pombo! pic.twitter.com/RQa0t7o9sY
— LIBERTA DEPRE (@liberta___depre) December 9, 2022