Barcelona og Chelsea hafa nú snúið athygli sinni til Þýskalands og að hinum unga Yossoufa Moukoko. Þetta er í kjölfar þess að Real Madrid virðist vera að klófesta undrabarnið Endrick frá Palmeiras.
Fréttir bárust af því í gær að hinn 16 ára gamli Endrick sé búinn að semja við Real Madrid og að hann muni ganga í raðir félagsins fyrir 60 milljónir evra. Sóknarmaðurinn fer hins vegar ekki formlega til Spánar fyrr en í júlí 2024, þegar hann verður 18 ára gamall.
Moukoko er orðinn átján ára gamall og þykir einnig afar spennandi. Hann er á mála hjá Dortmund og var í þýska landsliðshópnum á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Barcelona og Chelsea höfðu áhuga á Endrick en horfa nú til Moukoko í staðinn.
Samningur kappans rennur út næsta sumar. Hann hefur komið að tíu mörkum í fjórtán leikjum í Bundesligunni á þessari leiktíð.
Express segir frá því að Chelsea sé þegar í viðræðum við fulltrúa Moukoko. Á sama tíma segir Sport frá því að Börsungar séu með hann ofarlega á óskalista sínum.