fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Átti Alisson ekki að verja markið gegn Króatíu? – ,,Gerir ótrúleg mistök“

Victor Pálsson
Föstudaginn 9. desember 2022 21:03

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruud Gullit, goðsögn Hollands, hefur sett spurningamerki við Tite, fyrrum landsliðsþjálfara Brasilíu, sem kaus að nota Alisson í marki liðsins á HM frekar en Ederson.

Að mati Gullit þá er Ederson einfaldlega betri markmaður en hann er á mála hjá Englandsmeisturum Manchester City.

Alisson spilar með keppinautum Man City í Liverpool og hefur staðið sig frábærlega íensku úrvalsdeildinni.

Peter Schmeichel, fyrrum markmaður Manchester United, gagnrýndi Alisson fyrr í mánuðinum og tekur Gullit undir ummæli hans.

Brasilía er úr leik á HM eftir tap gegn Króötum í dag en leikurinn fór alla leið í vítakeppni.

,,Vandamál mitt með Alisson er að það koma alltaf augnablik þar sem hann slekkur á sér, sérstaklega þegar hann er með boltann,“ sagði Gullit.

,,Þarna gerir hann mistökin, ótrúleg mistök. Ég er hrifinn af hinum [Ederson], já ég er meira hrifinn af honum. Hann er svo góður með boltann. Tilfinningin er betri með hann í markinu en ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi