Ofurtölvan geðþekka spáir því að Brasilía og Frakkland leiki til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Katar eftir 10 daga.
Átta liða úrslitin fara fram um helgina en ofurtölvan notar tölfræðina til að að spá í spilin.
Hún spáir því að Frakkland og Portúgal mætist í undanúrslitum og Argentína og Brasilía í hinum leiknum.
Yrði þetta áhugaverð einvígi en samkvæmt Ofurtölvunni heldur enska landsliðið heim á leið um helgina.