fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
433Sport

Hjólar í Ronaldo og segir þetta nýja athæfi hans ófyrirgefanlegt – Rifjar upp vondar stundir hjá United

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 09:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Wheeler skrifar harðorðan pistil á Daily Mail um Cristiano Ronaldo.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur verið mikið í umræðinni undanfarið. Hann yfirgaf Manchester United eftir að hafa farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan.

Nú er hann staddur með portúgalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar og hefur verið mikið í sviðsljósinu. Ferndando Santos landsliðsþjálfari var ekki sáttur með viðbrögð leikmannsins við því að vera skipt af velli í síðasta leik riðlakeppninnar.

Ronaldo var settur á bekkinn í 16-liða úrslitum gegn Sviss. Hann fór svo snemma inn í klefa þegar liðsfélagar hans fögnuðu 6-1 sigri með aðdáendum.

„Þegar Ronaldo yfirgaf fögnuð Portúgals eftir sigurinn á Sviss var ekki annað hægt en að hugsa til þeirra skipta þegar hann gerði það sama hjá United,“ skrifar Wheeler.

Hann minnist á það þegar Ronaldo strunsaði af Old Trafford áður en leik lauk í 2-0 sigri United á Tottenham á þessari leiktíð.

„Erik ten Hag sagði úrslitin vera þau bestu hjá United undir hans stjórn. Samt muna allir bara eftir Ronaldo.

Í lokaleik United fyrir HM vann það Fulham með sigurmarki Alejandro Garnacho í uppbótartíma. Sviðsljósið var tekið af Garnacho eftir nokkra tíma þegar fyrstu bitru ummælin úr viðtalinu við Piers Morgan birtust.“

Hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos skoraði þrennu fyrir Portúgal í sigrinum á Sviss.

„Nú tekur hann sviðsljósið frá Goncalo Ramos, arftaka hans hjá Portúgal sem skoraði þrennu gegn Sviss. Það er ófyrirgefanlegt,“ skrifar harðorður Wheeler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umbinn vonsvikinn og reiður eftir að þeir neituðu að hleypa honum burt – ,,Mun ekki endilega bjóðast aftur“

Umbinn vonsvikinn og reiður eftir að þeir neituðu að hleypa honum burt – ,,Mun ekki endilega bjóðast aftur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Newcastle fékk loksins á sig mark

Enska úrvalsdeildin: Newcastle fékk loksins á sig mark
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Benedikt bar upp stóra spurningu en þá kom óvænt svar frá Halldóri

Benedikt bar upp stóra spurningu en þá kom óvænt svar frá Halldóri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Átti að vera næsta vonarstjarna Manchester United – Samdi við áttunda félagið síðan hann fór

Átti að vera næsta vonarstjarna Manchester United – Samdi við áttunda félagið síðan hann fór
433Sport
Í gær

Stærstu félagaskipti janúargluggans: Stutt í slagsmál í fundarherberginu – Hótaði sjálfur að birta myndband

Stærstu félagaskipti janúargluggans: Stutt í slagsmál í fundarherberginu – Hótaði sjálfur að birta myndband
433Sport
Í gær

Besti leikmaður Palace ekki með gegn Manchester United

Besti leikmaður Palace ekki með gegn Manchester United
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbrotið: Það runnu tvær grímur á Benedikt þegar Dóri Gylfa vildi glíma í beinni

Sjáðu myndbrotið: Það runnu tvær grímur á Benedikt þegar Dóri Gylfa vildi glíma í beinni
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin: Chelsea mistókst að skora gegn Fulham

Enska úrvalsdeildin: Chelsea mistókst að skora gegn Fulham