Chris Wheeler skrifar harðorðan pistil á Daily Mail um Cristiano Ronaldo.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur verið mikið í umræðinni undanfarið. Hann yfirgaf Manchester United eftir að hafa farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan.
Nú er hann staddur með portúgalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar og hefur verið mikið í sviðsljósinu. Ferndando Santos landsliðsþjálfari var ekki sáttur með viðbrögð leikmannsins við því að vera skipt af velli í síðasta leik riðlakeppninnar.
Ronaldo var settur á bekkinn í 16-liða úrslitum gegn Sviss. Hann fór svo snemma inn í klefa þegar liðsfélagar hans fögnuðu 6-1 sigri með aðdáendum.
„Þegar Ronaldo yfirgaf fögnuð Portúgals eftir sigurinn á Sviss var ekki annað hægt en að hugsa til þeirra skipta þegar hann gerði það sama hjá United,“ skrifar Wheeler.
Hann minnist á það þegar Ronaldo strunsaði af Old Trafford áður en leik lauk í 2-0 sigri United á Tottenham á þessari leiktíð.
„Erik ten Hag sagði úrslitin vera þau bestu hjá United undir hans stjórn. Samt muna allir bara eftir Ronaldo.
Í lokaleik United fyrir HM vann það Fulham með sigurmarki Alejandro Garnacho í uppbótartíma. Sviðsljósið var tekið af Garnacho eftir nokkra tíma þegar fyrstu bitru ummælin úr viðtalinu við Piers Morgan birtust.“
Hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos skoraði þrennu fyrir Portúgal í sigrinum á Sviss.
„Nú tekur hann sviðsljósið frá Goncalo Ramos, arftaka hans hjá Portúgal sem skoraði þrennu gegn Sviss. Það er ófyrirgefanlegt,“ skrifar harðorður Wheeler.