Breiðablik er að fá liðsstyrk fyrir komandi átök árið 2023 og er að semja við mann að nafni Klæmint A. Olsen.
Þetta kemur fram í færeyskum fjölmiðlum en Klæmint er 32 ára gamall færeyskur landsliðsmaður.
Hann er sóknarmaður og hefur allan sinn feril leikið með NSÍ Rúnavík í heimalandinu.
Þar hefur Klæmint raðað inn mörkunum og hefur samtals skorað 226 mörk í 358 leikjum.
Hann á að baki 47 landsleiki fyrir Færeyjar og hefur skorað í þeim 10 mörk.