Cristiano Ronaldo var ekki með Portúgal í gær í 6-1 sigri liðsins á Sviss í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.
Kom þetta mörgum á óvart.
Goncalo Ramos kom inn í liðið og skoraði þrennu í leiknum.
Georgina Rodriguez, kærasta Ronaldo, virðist ekki sátt með þetta og tjáði sig á Instagram eftir leik.
„Til hamingju Portúgal. Þó svo að ellefu leikmenn hafi sungið þjóðsönginn voru öll augu á þér. Þvílík synd að fá ekki að njóta besta leikmanns heims í 90 mínútur,“ skrifar hún.
„Stuðningsmennirnir hættu ekki að spyrja um þig og hrópa nafn þitt.“
Portúgal er komið í 8-liða úrslit þar sem andstæðingurinn verður Marokkó. Leikurinn fer fram á laugardag og hefst hann klukan 15 að íslenskum tíma.