fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er nálægt því að semja við undrabarnið Endrick, sem er á mála hjá Palmeiras í heimalandinu Brasilíu. Það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu.

Endrick er aðeins sextán ára gamall. Hann skoraði þó þrjú mörk og lagði upp eitt í brasilísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði aðeins um 300 mínútum í sjö leikjum.

Brasilíski táningurinn getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.

Endrick hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu en nú segir Romano að Real Madrid sé að klófesta hann.

Talið er að viðræður séu á lokastigi við bæði Palmeiras og Endrick sjálfan.

Real Madrid mun borga Palmeiras um 60 milljónir evra fyrir kappann.

Endrick á að baki fjóra leiki fyrir U-17 ára lið Brasilíu, þar sem hann hefur skorað fimm mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok