fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Kane boðaði alla leikmenn á fund í gær til að ræða öryggið hjá fjölskyldum þeirra

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane framherji enska landsliðsins og fyrirliði boðaði leikmenn til fundar í gær og ræddi öryggið hjá fjölskyldum leikmanna.

Raheem Sterling yfirgaf hóp enska landsliðsins á sunnudag og hélt heim til Englands, brotist var inn á heimil hans í London á laugardagskvöld.

Eiginkona og börn Sterling voru stödd í London en voru ekki heima fyrir þegar brotist var inn hjá þeim.

Sterling ætlar að halda til hjá fjölskyldu sinni næstu daga en Kane boðaði leikmenn á fund í gær til að ræða málin.

Hann reyndi að hughreysta þá leikmenn sem óttast um fjölskyldur sínar þessa dagana en innbrot á heimili knattspyrnumanna eru tíð í Englandi en frá þessu segja ensk blöð.

Þar segir að Kane vilji vera leiðtogi hópsins og að hann hafi viljað ræða málin við leikmenn til að halda öllum rólegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni