Marca heldur því fram að Cristiano Ronaldo sé á leið til Al-Nassr í Sádi-Arabíu og að hann muni ganga til liðs við félagið eftir Heimsmeistaramótið í Katar. Hann hafi samþykkt samning þar.
Fréttir af þessum skiptum hafa verið á kreiki undanfarið og fá þær nú aukinn meðbyr.
Ronaldo mun þéna 200 milljónir evra á ári hjá Al-Nassr.
Portúgalinn mun fara til félagsins á frjálsri sölu. Samningi hans við Manchester United var rift á dögunum. Var það gert í kjölfar þess að Ronaldo fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann hraunaði yfir allt og alla á Old Trafford.
Sem stendur undirbýr Ronaldo sig fyrir leik á 16-liða úrslitum HM gegn Sviss annað kvöld.