Josko Gvardiol, leikmaður Króatíu, viðurkennir að hann vilji spila fyrir stórlið Real Madrid á ferlinum.
Gvardiol er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi en hann hefur átt gott HM og er eftirsóttur af mörgum félagsliðum.
Chelsea sýndi Gvardiol mikinn áhuga í sumarglugganum en um er að ræða aðeins 20 ára gamlan varnarmann.
Luka Modric er liðsfélagi Gvardiol hjá Króatíu en þeir eru saman komnir í 16-liða úrslit mótsins.
,,Real Madrid er stærsta félag heims svo hver veit, kannski einn daginn get ég spilað þar. Ég væri mjög til í það,“ sagði Gvardiol.
,,Luka þarf ekki að segja mér neitt um Real Madrid, það er engin þörf á því. Ég veit allt nú þegar. Ég veit að þetta er besta félagslið heims og það er mikilvægt að vekja áhuga þeirra liða.“