Romelu Lukaku, leikmaður Belgíu, átti ekki góðan leik fyrir helgi er liðið spilaði við Króatíu og gerði markalaust jafntefli.
Belgar þurftu að sigra til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum HM en Lukaku fékk mörg tækifæri til að skora í viðureigninni.
Framherjinn var þó ekki upp á sitt besta í leiknum og var miður sín eftir lokaflautið og kýldi á meðal annars varamannaskýli.
Ivan Rakitic, fyrrum leikmaður Króatíu, fagnaði frammistöðu Lukaku og birti umdeilt myndband á Instagram.
Þar fagnaði Rakitic hrakförum Lukaku og er til í að borga ferð leikmannsins til Króatíu þar sem hann gæti hlaðað batteríin.
,,Koma Svo Lukaku! Við þurfum að borga fyrir hann mánaðarfrí í Split. Koma svo!“ sagði Rakitic.
Rakitic thanking Lukaku 😂😂 pic.twitter.com/UhdT2gNwyu
— CroatianSports (@CroatianSoccer) December 1, 2022