Gavi, undrabarn Spánar, er einn efnilegasti leikmaður heims og er hluti af liðinu á HM í Katar í dag.
Gavi er aðeins 17 ára gamall og spilar með Barcelona en athygli vekur að hann spilar sjaldan í reimuðum skóm.
Blaðamaðurinn Marc Marba Prats greinir frá því að Gavi hafi ávallt spilað í óreimuðum skóm, þar sem hann kunni ekki að reima þá rétt.
Liðsfélagar Gavi gera reglulega grín að honum vegna þess en hann virðist ekki láta það hafa nein áhrif á sig.
,,Gavi hefur spilað í óreimuðum skóm síðan hann var mjög ungur því hann veit ekki hvernig á að reima þá,“ sagði Prats.
,,Honum er alveg sama og spilar eins og hann spilar.“