Frá Suður Ameríku berast þær frérttir að Neymar spili ekki meira með Brasilíu á HM í Katar. Væri þetta áfall fyrir bæðið liðið og Neymar.
Neymar meiddist í fyrsta leik liðsins gegn Serbíu og hefur ekki æft né spilað síðan.
Vonir hafa staðið til um að Neymar gæti snúið aftur á völlinn í 16 liða úrslitum en það stendur ansi tæpt.
Fjölmiðlar í Brasilíu telja ágætis líkur á því að Neymar spili ekki meira á mótinu en meiðslin í ökkla eru nokkuð mikil.
Neymar ætlar þó að vera áfram með liðinu og vill gera allt sem hann getur til þess að snúa aftur á völlinn.