Þýskaland er úr leik á HM eftir lokaumferð E riðils sem fór fram í kvöld en Japan og Spánn komast í 16-liða úrslit.
Þýskaland veldur aftur vonbrigðum á HM en liðið stóð sig alls ekki vel í Rússlandi 2018 og komst ekki upp úr riðli.
Í kvöld vann liðið 4-2 sigur á Kosta Ríka þar sem Kai Havertz, leikmaður Chelsea, skoraði tvennu.
Það dugði hins vegar ekki til þar sem Japan gerði sér lítið fyrir og vann Spán á sama tíma, 2-1.
Úrslitin þýða að Japan endar í efsta sæti riðilsins eftir að hafa unnið bæði Spán og Þýskaland í riðlnum.
Kosta Ríka 2 – 4 Þýskaland
0-1 Serge Gnabry(’10)
1-1 Yeltsin Tejeda(’58)
2-1 Juan Pablo Vargas(’70)
2-2 Kai Havertz(’73)
2-3 Kai Havertz(’85)
2-4 Niclas Fullkrug(’91)
Japan 2 – 1 Spánn
0-1 Alvaro Morata(’11)
1-1 Ritsu Doan(’48)
2-1 Ao Tanaka(’51)