Belgía hefur lokið keppni á Heimsmeistaramótinu eftir markalaust jafntefli við Króatíu í Doha í Katar í dag.
Eftir að hafa unnið Kanada í fyrsta leik mótsins er Belgía á heimleið, tap gegn Marokkó og jafntefli gegn Króatíu orsakar það.
Þetta vel mannaða landslið hefur ekki fundið taktinn, Belgar fengu góð færi í leiknum í dag en tókst ekki að koma knettinum í netið. Besta færið kom á 90 mínútu en Romelu Lukaku gerði afar illa í því færi, boltinn skoppaði fyrir framan hann á marklínu en lélegt snerting kostaði Lukaku. Dýrkeypt fyrir Belga.
Á sama tíma vann Marokkó 2-1 sigur á Kanada, Hakim Ziyech skoraði fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu áður en Youssef En-Nesyri kom liðinu í 2-0.
Sjálfsmark frá Marokkó lagaði stöðu Kanada en nær komst liðið ekki. Marokkó vinnur riðilinn með sjö stig en Króatía fer áfram í öðru sæti með fimm stig en Belgar sitja eftir.
Líklegast er að Króatar mæti Spánverjum í næstu umferð en Þýskaland eða Japan er líklegur andstæðingur Marokkó. Það kemur í ljós í kvöld.