Amber Paige býður upp á áskrift á síðunnni Babestation, þar sem hægt er horfa á erótískt efni með henni.
Nú hefur Paige boðið knattspyrnuáhugamönnum upp á svakalegan díl.
Paige ætlar nefnilega að bjóða upp á 24 klukkustunda streymi með sér ef enska landsliðið vinnur Heimsmeistaramótið í Katar. Það yrði fyrsti sigur Englands á HM síðan 1966.
Þá ætlar hún einnig að bjóða upp á afslætti og fleira.
Paige er mikill stuðningsmaður Englands. Hún hefur hins vegar ekki mjög mikla trú á því að lærisveinar Gareth Southgate fari alla leið, að eigin sögn.
Enska liðið hafnaði þó á toppi B-riðils á HM. Bandaríkjamenn fylgdu þeim ensku upp úr riðlinum, en þar voru einnig Íran og Wales.
Í 16-liða úrslitum mun England mæta Senegal. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöld klukkan 19 að íslenskum tíma.