Heimir Hallgrímsson er mættur heim frá Katar, þar sem hann fjallaði um Heimsmeistaramótið þar í landi fyrir RÚV.
Nú ræðir Heimir mótið í setti á RÚV. Þetta var tekið fyrir í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag og þar fögnuðu menn þessu.
„Það er hægt að fagna því að fá hann loksins inn í þessa HM-umfjöllun því ekki fannst mér þessi ferð til Katar gefa okkur mikla innsýn frá okkar færasta þjálfara. Nú fáum við að hlusta á hann vel og lengi og þá nýtur maður þess að hlusta,“ segir Hörður Snævar Jónsson.
Aron Guðmundssón tók til máls og segir Heimi nú í sínu rétta hlutverki á RÚV.
„Þetta í Katar var meira utan vallar-dæmi en Heimir á að vera að pæla í hlutunum innan vallar.“
Helgi Fannar Sigurðsson tók í sama streng. „Hann er miklu betur geymdur þarna.“
Umræðan um þetta er hér að neðan.