Kevin Trapp, markvörður Frankfurt og þýska landsliðsins, og kærasta hans, Izabel Goulart, stunda ekki kynlíf ef lið hans tapar á knattspyrnuvellinum.
Þetta voru ensk götublöð fljót að rifja upp eftir dramatískt jöfnunarmark Niclas Fullkrug fyrir Þýskaland gegn Spánverjum á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Alvaro Morata hafði komið Spáni yfir á 62. mínútu en Fullkrug skoraði verðskuldað jöfnunarmark um tuttugu mínútum síðar.
„Kevin og ég stundum mikið kynlíf, fjórum til fimm sinnum í viku. En ef liðið hans tapar mikilvægum leik þá skiptir engu máli þó ég hafi mig til og fari í mín fínustu nærföt, það verður ekkert kynlíf,“ sagði Goulart eitt sinn í viðtali.
Úrslitin í gær þýða að Þýskaland er með eitt stig eftir tvo leiki í riðlakeppni HM. Sigur gegn Kosta Ríka í lokaleik riðsilsins verður nóg svo lengi sem Spánn vinnur Japan.