Bruno Fernandes var hetja Portúgal þegar liðið tók á móti Úrúgvæ á HM í Katar í kvöld. Bruno skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri. Liðið er komið í 16 liða úrslit.
Uppi voru deilur um hver hefði skorað fyrsta markið en fyrst um sinn var það skráð á Cristiano Ronaldo. Ronaldo fagnaði eins og óður maður Portúgal tók 1-0 forystu í leiknum en Bruno Fernandes átti fyrirgjöf að markinu.
Eftir óteljandi endursýningar var erfitt að sjá hvort Ronaldo kom við boltann. FIFA setti markið fyrst á Ronaldo en hefur nú breytt í Bruno Fernandes.
Bruno bætti svo við öðru marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Úrúgvæ hafði handleikið knöttinn.
Portúgal er með sex stig á toppi riðilsins en Úrúgvæ er með eitt stig en mætir Ghana í síðustu umferð en Ghana er með þrjú stig eftir sigur á Suður-Kóreu í dag.