Kosta Ríka 1 – 0 Japan
0-1 Keysher Fuller Spence(’81)
Fyrsta leik dagsins á HM í Katar er nú lokið en Kosta Ríka og Japan áttust þar við í nokkuð spennandi viðureign.
Japanarnir komu verulega á óvart í fyrstu umferð og unnu Þýskaland með tveimur mörkum gegn einu.
Kosta Ríka var alls ekki eins sannfærandi í sínum leik og tapaði 7-0 gegn Spánverjum.
Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í dag en það var Kosta Ríka sem gerði það í seinni hálfleik.
Japanarnir voru mest allan leikinn í sókn en mark Kosta Ríka var það eina í leiknum og var skorað með fínu skoti í seinni hálfleik.
Bæði lið eru nú með þrjú stig í E riðli og bíða spennt eftir leik Spánverja við Þýskalands sem fer fram í kvöld.