Memphis Depay, leikmaður Hollands, viðurkennir að hann sé ekki öruggur með stöðu sína hjá Barcelona á Spáni.
Þessi 28 ára gamli leikmaður leikur með Hollandi á HM í Katar þessa stundina en hefur ekki staðist væntingar í La Liga.
Memphis hefur ekki verið fastamaður í liði Barcelona á tímabilinu og er reglulega orðaður við brottför.
Hann viðurkennir að framtíðin sé óljós og er alls ekki ólíklegt að hann verði farinn í janúarglugganum.
,,Ég veit ekki. Ég veit ekki hvað gerist næst,“ sagði Memphis í samtali við Marca og veit því augljóslega að framtíð sín sé í lausu lofti.
Miklar líkur eru á að Memphis færi sig um set í janúarglugganum og hafa lið á Englandi sýnt honum mikinn áhuga.