Við eigum vonandi von á skemmtun í kvöld er Argentína og Mexíkó eigast við á HM í Katar.
Argentína þarf á sigri að halda í þessum leik eftir að hafa tapað óvænt 2-1 gegn Sádí Arabíu í fyrsta leik sínum.
Mexíkó er í betri stöðu en liðið gerði markalaust jafntefli við Pólland í fyrstu umferðinni.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Argentina: Martínez; Montiel, Otamendi, Lisandro Martínez, Acuña; De Paul, Guido Rodríguez, Mac Allister; Messi; Di Maria, Lautaro Martínez.
Mexíkó: Ochoa; K.Álvarez, Araújo, Moreno, Montes, Gallardo; Guardado, Herrera, Chávez; Lozano, Vega.