Otto Addo, landsliðsþjálfari Gana, gerði lítið úr marki Cristiano Ronaldo í gær eftir 3-2 tap gegn Gana á HM.
Ronaldo varð sá fyrsti til að skora á fimm HM í röð með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Addo er alls ekki sammála þessum vítaspyrnudóm og var heilt yfir fullur af gagnrýni þegar kom að dómgæslunni.
Addo óskaði Ronaldo kaldhæðnislega til hamingju eftir leik og segir markið hafa verið gjöf frá dómurunum.
,,Við gátum fengið stig úr þessum leik. Við áttum skilið þessi gulu spjöld en það voru leikmenn Portúgals sem hefðu átt að sjá það sama,“ sagði Addo.
,,Þegar þeir skoruðu þá breyttist allt og ég tel að dómarinn hafi ekki tekið rétta ákvörðun í vítaspyrnunni.“
,,Ef einhver skorar mark… Til hamingju. Til hamingju, sérstök gjöf frá dómurunum.“