Manchester City hefur staðfest að Pep Guardiola hafi skrifað undir nýjan samning til 2025.
Þetta lá í loftinu eftir fréttir sem komu fram í gær.
Samningur Guardiola átti að renna út í sumar og höfðu vangaveltur um framtíð hans átt sér stað.
Nú er ljóst að Guardiola verður áfram á Ethiad vellinum þar sem hann hefur unnið hreint magnað starf.
Guardiola á þó óklárað verkefni hjá City og það er að vinna Meistaradeild Evrópu en liðið er til alls líklegt í ár.
Guardiola tók við City árið 2016 og hefur liðið fjórum sinnum orðið enskur meistari.
"That's why we continue to be together" 💬
Hear from @PepTeam on his decision to extend his City contract 🙌
— Manchester City (@ManCity) November 23, 2022