fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Allt í skrúfunni vestur í bæ: „Í guðanna bænum farið að þegja“

433
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var af nægu að taka í Íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar á föstudagskvöld. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum voru gestir þáttarins.

Barst talið meðal annars að yfirlýsingu knattspyrnudeildar KR um mál Kjartans Henry Finnbogasonar en samningi hans hjá félaginu hefur verið rift.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar segist hafa fengið það á tilfinninguna að með yfirlýsingu sinni væri KR svolítið að henda Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins undir rútuna.

,,Klárlega,“ svaraði Hörður Snævar, íþróttastjóri Torgs. ,,Það er greinilega eitthvað mikið búið að ganga á bak við tjöldin. Þessi yfirlýsing kemur þegar málið hefur fjarað út þannig að stjórn KR er bara ósammála því sem þjálfarinn hefur haldið fram.“

Stjórn knattspyrnudeildar KR tekur fyrir það í yfirlýsingu sinni að Kjartan Henry hafi nokkurn tímann hagað sér illa á bak við tjöldin. Rúnar hafði áður sagst vera óánægður með hefðun Kjartans en yfirlýsing KR sé síðan á öndverðu meiði.

,,Það er bara allt í skrúfunni þarna vestur í bæ,“ segir Tómas Þór. ,,Maður er alinn upp við að horfa aðdáunaraugum á þetta svarthvíta stórveldi með allt í teskeið, vinnandi titil eftir titil.

Núna eru þeir í fyrsta lagi bara lélegir með ekkert sérstaklega vel samsettan leikmannahóp, niðurníddan völl og gengur illa við að koma þessu af stað.“

KR sé orðið eins og hvert annað Reykjavíkurfélag.

,,Það eina sem virtist alltaf vera leiðarljósið þarna var Kristinn Kjærnested. Ég veit að hann var ekkert fullkominn í því sem hann gerði hjá félaginu en hann hélt þessu saman.“

Það sé ekkert langt síðan KR vann ótrúlegan Íslandsmeistaratitil með Rúnar Kristinsson í brúnni.

,,Núna er hver höndin upp á móti annarri. Rúnar Kristinsson, líklega dáðasti sonur KR frá upphafi er kominn í einhvern slag á bakvið tjöldin við formann knattspyrnudeildar. Manninn sem borgar honum laun.

Þetta er KR sko! Þetta er eitthvað sem maður hefði kannski búist við hjá Víkingi um 2009. Svona hlutir eiga ekki að gerast í KR, í guðanna bænum farið að þegja. Hættið að fara með þetta í fjölmiðla.“

Nánari umræðu um stöðuna hjá KR má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði
Hide picture