fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Vonbrigði að horfa eftir Matthíasi – „Orðrómurinn um Víking hafði verið í fjölmiðlum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH kveðst svekktur horfa á eftir Matthíasi Vilhjálmssyni í raðir Víkings. Þessi 35 ára gamli framherji gerði tveggja ára samning við Víking í gær.

Matthías er 35 ára gamall en eftir níu ár í atvinnumennsku snéri hann heim í FH fyrir tímabilið 2021. Hann ákvað að semja við bikarmeistarana eftir erfitt sumar í Kaplakrika.

„Þetta kom okkur á óvart, við vissum auðvitað að samningurinn hans var að renna út um áramótin. Við vorum vongóður um að hann myndi framlengja samninginn um eitt ár. Honum stóð það til boða, þetta voru vonbrigði,“ segir Davíð Þór í samtali við 433.is en samningur Matta við FH rennur út um áramót.

Davíð og aðrir í kringum FH vonuðust að Matthías myndi halda áfram að taka slaginn með félaginu sem hann hefur sterk tengsl við.

„Við vorum vongóður um að Matti yrði áfram, ég talaði við hann eftir tímabilið og Heimir hafði talað við hann og hitt hann. Það var aldrei neitt þannig að við töldum að þetta væri komið. Orðrómurinn um Víking hafði verið í fjölmiðlum en það er ekki fyrr en í fyrradag sem við vitum af þeim formlega.“

„Matt var frábær leikmaður fyrir FH áður en hann fór út og þessi tvö ár eftir heimkomu er ekki hægt að kvarta undan framlagi hans. Hann lagði sig alltaf 100 prósent fram en það gekk bara illa hjá liðinu þennan tíma.“

Mynd/Anton Brink

Davíð segir að það sé þó hægt sé að líta á björtu hliðarnar. „Við höfum verið að tala um að það yrðu breytingar, við þurfum bara að horfa á þetta jákvæðum augum. Þetta er tækifæri fyrir okkur og Heimi að móta hópinn eftir sínu höfðu. Við erum fullvissir um það að þegar mótið hefst í apríl þá mætum við til leiks með sterkt lið, sem mun gera góða hluti.“

„Við erum alveg með netið úti og erum að leita að styrkingu en við ætlum ekki að ræða um einstaka leikmenn eins og sumrir aðrir. Sumt er komið ákveðið langt og annað aðeins styttra. Við munum styrkja okkar lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun