fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Goðsögn í sögu Manchester United allt annað en sáttur

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. október 2022 11:30

Antony í leiknum gegn Manchester City / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og goðsögn í sögu félagsins er allt annað en sáttur með frammistöðu núverandi vængmanna Manchester United í leik liðsins gegn Manchester City í gær. United tapaði grannaslagnum 6-3.

Scholes, sem á sínum tíma varð margfaldur Englandsmeistari með Manchester United birtir mynd af fyrrum liðsfélögum sínum og vængmönnunum Ryan Giggs og David Beckham á samfélagsmiðlinum Instagram í dag þar sem hann hnittir í núverandi vængmenn Manchester United.

„Man einhver eftir því þegar að vængmennirnir áttu það til að hjálpa bakvörðunum?“ spyr Scholes á Instagram.

Mynd: Skjáskot

Það voru þeir Jadon Sancho og Antony sem voru í stöðu vængmanna í liði Manchester United í leiknum gegn Manchester City í gær. Gestirnir í United réðu lítið við granna sína í City, þá sér í lagi Erling Braut Haaland sem fór með himinskautum, skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Leikmenn Manchester City náðu að skapa sér mörg færi með því að sækja upp kantana sem virðist vera kveikjan að spurningu Scholes.

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða