fbpx
Þriðjudagur 20.janúar 2026
433

U15 stóð sig vel í Slóveníu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U15 karla lék á dögunum á UEFA Development Tournament í Slóveníu.

Ísland lék þar gegn Slóveníu, Norður Írlandi og Lúxemborg og stóð liðið sig mjög vel á mótinu. Norður Írar voru fyrstu mótherjar liðsins og endaði sá leikur 3-3 eftir venjulegan leiktíma, en ef jafnt var á þeim tímapunkti var gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara. Íslenska liðið stóðst pressuna og vann 3-2 í vítaspyrnukeppni. Tómas Óli Kristjánsson, Karan Gurung og Viktor Bjarki Daðason skoruðu mörk Íslands. Reglur mótsins eru þannig að þegar leikur endar með jafntefli þá er farið í vítaspyrnukeppni. Það lið sem vinnur hana fær eitt aukastig, en Ísland krækti sér í tvö slík á mótinu.

Næst mætti liðið Lúxemborg og vannst þar góður 2-0 sigur með mörkum frá Mihajlo Rajakovac og Tómasi Óla Kristjánssyni. Ísland mætti svo heimamönnum í Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu og eftir skemmtilegan leik urðu lokatölur 1-1, en Ketill Orri Ketilsson skoraði mark Íslands í leiknum. Aftur var gripið til vítaspyrnukeppni og aftur var það Ísland sem stóð uppi sem sigurvegari, 4-2.

Ísland endaði því í 2. sæti mótsins með sjö stig, eins og Slóvenía en heimamenn voru með betri markatölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher nefnir fjóra aðila sem hann telur að United eigi að reyna að fá til að taka við

Carragher nefnir fjóra aðila sem hann telur að United eigi að reyna að fá til að taka við
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Biður foreldrana að tala við dóttur sína þrátt fyrir OnlyFans – Pabbinn sem er þekktur kallaði hana hóru

Biður foreldrana að tala við dóttur sína þrátt fyrir OnlyFans – Pabbinn sem er þekktur kallaði hana hóru
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sást nota ólöglega vöru í beinni útsendingu – Má nota en bannað að selja hana í Bretlandi

Sást nota ólöglega vöru í beinni útsendingu – Má nota en bannað að selja hana í Bretlandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

David Beckham virkaði bugaður þegar hann mætti í viðtal í morgun – Nokkrum klukkustundum eftir að sonur hans urðaði yfir þau

David Beckham virkaði bugaður þegar hann mætti í viðtal í morgun – Nokkrum klukkustundum eftir að sonur hans urðaði yfir þau