Dortmund 2 – 2 Bayern
0-1 Leon Goretzka(’33)
0-2 Leroy Sane(’53)
1-2 Youssoufa Moukoko(’74)
2-2 Anthony Modeste(’95)
Það fór fram stórleikur í Þýskalandi í kvöld er Borussia Dortmund og Bayern Munchen áttust við.
Eins og oft þegar þessi lið mætast var mikið fjör en dramatíkin var uppmáluð á heimavelli Dortmund að þessu sinni.
Allt stefndi í sigur Bayern í þessum leik en liðið var 2-1 yfir þegar 95 mínútur viru komnar á klukkuna.
Þá var röðin komin að Anthony Modeste sem hafði komið inná sem varamaður á 70. mínútu.
Modeste tryggði Dortmund stig með marki í blálokin og um leið sitt 16. stig í deildinni sem er jafn mikið og Bayern.