Íslenska karlalandsliðið fer upp um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA sem birtur var í dag.
Strákarnir okkar voru í 63. sæti en fara upp í 62. sætið. Liðið vann Venesúela og gerði jafntefli við Albaníu á dögunum.
Ísland er þar með komið upp fyrir Heimi Hallgrímsson og hans menn í Jamaíka. Þeir eru í 64. sæti.
Brasilía er í efsta sæti listans og er Belgía í öðru sæti. Þar á eftir koma Argentína, Frakkland og England.
Danir eru efstir Norðurlandaþjóða og eru í tíunda sæti.