Leikmenn Bodo/Glimt lentu í ansi sérstöku atviki í kvöld er liðið var að mæta til leiks á Emirates völlinn í London.
Alfons Sampsted og félagar spila nú við Arsenal í Evrópudeildinni en leikurinn var að hefjast.
Rúta norska liðsins festist örlítið frá Emirates í kvöld og þurftu leikmenn liðsins að labba síðustu metrana.
Blaðamaðurinn Henry Winter vekur athygli á þessu en venjan er að rútur liða skili leikmönnum alveg upp að vellinum.
Þetta má sjá hér.
Bodo/Glimt bus „got stuck in the narrow back streets“ near Emirates so their players walked the last bit #ARSBOD https://t.co/6CNxNWzrPO
— Henry Winter (@henrywinter) October 6, 2022