Sigurður Heiðar Höskuldsson mun hætta með Leikni Reykjavík er tímabilinu lýkur í Bestu deildinni.
Þetta kemu fram í frétt Fótbolta.net í kvöld en Sigurður á að hafa tilkynnt Leikni fréttirnar fyrir stuttu.
Hann mun taka að sér þjálfarastarf hjá Val og vinna ásamt Arnari Grétarssyni sem er að taka við.
Sigurður hefur náð mjög góðum árangri sem þjálfari Leiknis en á enn erfitt verkefni fyrir höndum að halda liðinu í efstu deild.
Leiknismenn eru í harðri fallbaráttu og aðeins einu stigi frá fallsæti.