Ofurtölvan góða hefur stokkað spilin eftir áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Niðurstaðan er sú að Manchester City verður aftur enskur meistari.
Topplið Arsenal getur vel unað en samkvæmt tölvunni mun liðið verða í öðru sæti sem er mikil bæting frá síðustu árum.
Liverpool og Tottenham ná svo í Meistaradeildarsæti en Chelsea og Manchester United sitja eftir með sárt ennið.
Ofurtölvan notar tölfræði og fleiri hluti til að stokka spilin og fá út niðurstöðuna. Samkvæmt henni þá falla Southampton, Bournemouth og Nottingham Forest úr deildinni.
Svona endar deildin ef ofurtölvan góða stokkaði spilin rétt.