Það er orðrómur um það að Lionel Messi sé nú þegar búinn að ákveða að snúa aftur til Barcelona eftir tímabilið.
Háværar sögusagnir hafa heyrst af framtíð Messi sem er einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu spænska liðsins.
Goal.com þvertekur fyrir þessar sögusagnir og segir að Messi muni ekki taka neina ákvörðun fyrr en eftir HM í sumar.
Messi mun spila með argentínska landsliðinu á HM í Katar sem verður líklega hans síðasta mót með þjóðinni.
Goal segir að Messi sé aðeins einbeittur að PSG og Argentínu þessa stundina og sé ekki að pæla í endurkomu til Spánar.