Gary Neville, sparkspekingur og leikmaður Manchester United til margra ára, telur að Trent Alexander-Arnold geti orðið besti hægri bakvörður heims.
Trent er leikmaður Liverpool en hann hefur legið undir mikilli gagnrýni á þessari leiktíð, aðallega fyrir slakan varnarleik.
„Hann er að gera erfiða hluta leiksins. Enginn bakvörður í þessu landi getur gert það sem hann gerir,“ segir Neville.
Að hans sögn vantar ekki mikið upp á til að Trent verði besti bakvörður heims.
„Ef hann vinnur í nokkrum atriðum erum við ekki bara að tala um besta hægri bakvörð sem England hefur búið til, heldur besta hægri bakvörðurinn sem heimurinn hefur búið til.
Þetta er Cafu, hann er svo góður, hann er sérstakur,“ segir Neville, en Brasilíumaðurinn Cafu er einn allra besti bakvörður sögunnar.