Rebekah Vardy þarf að greiða Coleen Rooney 1,5 milljónir punda í málskostnað í kjölfar þess að hafa tapað meiðyrðamáli gegn henni í sumar.
Þetta varð niðurstaða í réttarsal í dag.
Rebekah er eiginkona Jamie Vardy, leikmanns Leicester og Coleen er eiginkona Manchester United-goðsagnarinnar Wayne Rooney.
Fyrir þremur árum síðan taldi Coleen sig hafa komist að því að Rebekah væri að leka upplýsingum um sig og sína í enska götublaðið The Sun.
Coleen áttaði sig ekki á því hvers vegna svo mikið af fréttum af henni rataði í blaðið. Með nokkurs konar rannsókn komst hún að því að Rebekah væri að leka fréttunum og lét vita af því opinberlega.
Rebekah hefur ávalt neitað sök og höfðaði meiðyrðamál gegn Coleen, sem hún tapaði.
Af 1,5 milljón punda þarf Rebekah að vera búinn að greiða 800 þúsund pund strax 15. nóvember.