Julian Nagelsmann, stjóri Bayern Munchen, þurfti á læknishjálp að halda á föstudagsvöld.
Frá þessu greinir þýska blaðið Bild en Bayern vann öruggan sigur á Bayer Leverkusen í þýsku deildinni.
Á 35. mínútu leiksins missti Nagelsmann röddina á hliðarlínunni eftir að hafa verið duglegur að öskra á sína menn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nagelsmann missir röddina í miðjum leik og gerðist það einnig á sínum tíma hjá RB Leipzig.
Nagelsmann fékk töflur frá læknateyminu sem hjálpuðu honum að ná röddinni á ný svo hann gæti rætt við sína menn.
Töflurnar voru ekki lengi að virka en eftir um aðeins fimm mínútur gat Þjóðverjinn byrjað að tala á ný.