Welska landsliðið mun spila á HM í Katar í lok árs og er það í fyrsta sinn í 64 ár sem þjóðin tekur þátt.
Gareth Bale er leikmaður Wales og þeirra stærsta stjarna en hann leikur í dag í Bandaríkjunum.
Bale er 33 ára gamall en gerði garðinn frægan fyrst með Tottenham og síðar Real Madrid.
Bale er nú byrjaður að framleiða sinn eigin bjór sem kallast ‘Bale Ale’ og verður fáanlegur í verslunum Wales í næstu viku.
Bale ákvað að slá til og vera með í þessu verkefni eftir að Wales tryggði sér sætið í lokakeppninni.
Myndir af þessu má sjá hér.